Comments on Part V: Rob

Pages: 1

mamma
Story: Scyther's Story
Chapter: Part V: Rob

Mér finnst ýmislegt ótrúverðugt við þessa sögu, þó hún sé að mörgu leyti mjög heillandi, um leið og hún er óhugguleg. Þunglyndið, sjálfseyðingarhvötin, sjálfsmorðstilraunirnar, eru óhuggulegar. Það eru heillandi pælingar í því hvernig þú lýsir hugarástandi þess þunglynda og lífsleiða. En það sem er ótrúverðugt, er að pokemon sem hefur drepið mann og marga pokemona og étið, skuli ekki ráðast á Rob og pokemona hans, þó Rob hafi handsamað hann óviljugan.

Ein spurning, eða þú mátt rifja upp fyrir mig: Af hverju getur Shadowdart aldrei fyrirgefið honum lokaorðin, hver voru aftur lokaorðin?

Reply: Það kom fram fyrst þegar hann vaknaði að Rob fangaði hann í sérstakan pokébolta sem kemur í veg fyrir að hann komist í burtu hvort eð er, svo það myndi þjóna litlum tilgangi að drepa hann. Þar að auki finnst honum hann ekki hafa neitt líf til að snúa aftur til. Hann sér engan tilgang í raunverulegri mótspyrnu eða baráttu; hann hefur ekki lífsviljann í að berjast fyrir frelsi sem hann telur sig ekki eiga skilið, þótt hann hati í byrjun aðstæðurnar sem hann er í. Það kemur málinu ekki við hvort hann gæti (líkamlega eða andlega) drepið þau ef hann ákveddi það; hann er ekki í andlegu ástandi til að ákveða eða framkvæma neitt til að byrja með. Enda eyðir hann mestöllum kaflanum, eftir að reiðin og óttinn sem hann fann fyrir rétt eftir að Nightmare var náð hafa hjaðnað, í að sitja og hata sjálfan sig.

Lokaorð Razors til Shadowdarts (reyndar ekki síðustu orðin sem hann reyndi að segja við hann, sem er ekki nógu skýrt) voru tilraun til að brjóta hann niður og strá salti í sárin eftir hvað Shadowdart gekk illa með fyrstu bráð sína.

[03/31/2012 20:25:44]

Pages: 1