Comments on Part V: Leader

Pages: 1

mamma
Story: The Fall of a Leader
Chapter: Part V: Leader

Flottur kafli, og öll þessi baksaga Scytheranna er mjög flott. Mér finnst samt eins og Shadowdart hafi breyst talsvert mikið, úr ógeðfelldum náunga og nánast óvini Stormblades, í viðfelldinn náunga og góðan vin Stormblades. Þó hann haldi sig við sömu bókstafstrúna á kóðann og löngun til að ná yfirburðastöðu í hópnum.

Reply: Finnst þér Shadowdart vera viðkunnanlegur? Þótt hann hafi raunverulegar hugsjónir og sé fær um einhverja væntumþykju er hann ekki beinlínis vingjarnlegur og leggur ekki mikið til vináttunnar sjálfur - það er Stormblade sem er alltaf að reyna að rækta samband þeirra. Í þessum kafla var enginn ágreiningur á milli þeirra, svo hann er ef til vill óvenjulega almennilegur, en undirliggjandi persónan er sú sama þótt nýjar aðstæður sýni e.t.v. aðra hlið á honum en áður.

Eins og Stormblade hefur íhugað í fyrri köflum, þá voru hann og Razor aldrei mjög góðir vinir Shadowdarts, og í upphafi þessarar sögu, þegar stutt var frá því að Razor fór, voru Stormblade og Shadowdart ekki mjög nánir þess vegna. Shadowdart var verstur við Stormblade þegar Pearl var í spilinu, enda stríddi það gegn hugmyndum hans, en þegar Stormblade byrjaði að reyna að tjasla saman vináttunni eftir að hún dó var Shadowdart ekki á móti því - hann hefur ákveðna þörf fyrir vináttu þótt hann vilji ekki viðurkenna það og samsamaði sig með Stormblade þegar hann hafði gengið í gegnum lífsreynslu sem (í huga Shadowdarts) afhjúpaði hans innri veikleika og "sýndi honum ljósið". Hann vill trúa því að Stormblade sé vinur hans og skilji hann, og er reiðubúnari til þess nú en stundum áður vegna þess að hann hefur meira sjálfstraust en í byrjun sögunnar, en kann ekki endilega að vera vinur í raun - enda er æskureynsla hans af vinum að vera þriðja hjólið og að vera strítt.


Mér finnst rétt að vara þig við að næsti kafli er alls ekki fallegur og minna þig á að það sem persónur hugsa og gera í sögunum mínum er endurspeglun á hvað mér finnst sálfræðilega áhugavert að lesa um, ekki á mínum skoðunum, heimssýn eða lífsreynslu.

[07/31/2012 21:32:05]

ShinyRedEon =D
Story: The Fall of a Leader
Chapter: Part V: Leader

wow, that battle was amazing. 8D

I noticed an error, you said: The two Scyther flew up and zoomed between the trees back out of the forest. But Shadowdart had his wing cut so he couldn't posibly be flying so soon.

[04/19/2010 09:25:28]

Pages: 1